Spánn

Fréttamynd

Eldur gleypir í sig stóra blokk í Valencia

Fjórtán hæða fjölbýlishús er í ljósum logum í Campanarhverfi Valenciaborgar á Spáni. Eldurinn hefur náð til flestra hæða í húsinu og þykkur reykmökkur sést um alla borgina.

Erlent
Fréttamynd

Rúss­neskur „svikari“ myrtur á Spáni

Rússneskur flugmaður sem lenti herþyrlu sinni í Úkraínu og gafst upp fyrir úkraínskum hermönnum, var myrtur á Spáni í síðustu viku. Maxim Kusmínóv var skotinn að minnsta kosti sex sinnum og síðan var ekið yfir hann.

Erlent
Fréttamynd

Með hústökumann í í­búðinni á Kanarí

Sænsk fjölskylda er ráðþrota eftir að maður braust inn í íbúð í þeirra eigu á Kanaríeyjunum síðastliðinn nóvember og gerðist þar hústökumaður. Fjölskyldan bíður úrskurðar spænskra dómstóla en maðurinn hefur meðal annars leigt íbúð þeirra út til annarra á Airbnb í millitíðinni.

Erlent
Fréttamynd

Sjón­varp gamla fólksins á Spáni ekki ó­hult enn

Landsréttur hefur fellt frávísunarúrskurð héraðsdóms í máli Sýnar gegn Jóni Einari Eysteinssyni úr gildi að hluta. Sýn höfðaði mál á hendur honum fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Ancelotti: Ég virði hann of mikið

Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, var spurður út í stöðu Luka Modric hjá liðinu í gærkvöldi en hann hefur ekki verið mikið í byrjunarliðinu á þessari leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Ís­lendingur hand­tekinn fyrir að ljúga um á­rás á Tenerife

Íslenskur ferðamaður á Tenerife hefur verið handtekinn grunaður um ljúga til um árás sem hann sagðist hafa orðið fyrir og reyna svíkja út fé vegna þess. Um er að ræða karlmann sem er 66 ára gamall, en handtakan fór fram á hóteli mannsins á suðurhluta eyjunnar.

Innlent
Fréttamynd

Evrópu­ráð­herrar funda með utan­ríkis­ráð­herrum Ísrael og Palestínu

Evrópskir utanríkisráðherrar funda í dag með utanríkisráðherrum Ísrael og Palestínu. Fundað verður með þeim í sitthvoru lagi. Ræða á við þá á um möguleika á friði í Ísrael og Palestínu og hvernig megi koma honum á eftir að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hafnaði hugmyndum um tveggja ríkja lausn.

Erlent
Fréttamynd

Ráð­gátan um ís­lenska ljóðið í kastalaþorpinu að skýrast

Ráðgátan um það hvernig ljóð á íslensku eftir óþekkt íslenskt skáld rataði á vegg í afskekktu kastalaþorpi á Norður-Spáni er tekin að skýrast. Staðfesting hefur fengist á því hver ritaði íslenska textann og hvaða ár það var gert. Enn vantar þó nokkur púsl í myndina.

Innlent
Fréttamynd

Frönsk leik­kona sakar Íslandsvinkonu um kyn­ferðis­lega á­reitni

Franska leikkonan Lucie Lucas hefur sakað spænsku leikkonuna Victoriu Abril og samstarfskonu sína til margra ára um kynferðislega áreitni og fullyrt að margir samstarfsmanna hennar hafi sömu sögu að segja. Victoria Abril fór með eitt aðalhluverkanna í mynd Baltasar Kormáks, 101 Reykjavík um aldamótin.

Lífið
Fréttamynd

Kröfur Sýnar gegn Jóni Einari ekki nægi­lega skýrar

Stefnu Sýnar á hendur Jóni Einari Eysteinssyni hefur verið vísað frá héraðsdómi. Sýn höfðaði mál á hendur honum fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu félagsins.

Innlent